Samningi Birnu var rift

Birna Berg Haraldsdóttir í landsleik.
Birna Berg Haraldsdóttir í landsleik. mbl.is/Ómar Óskarsson

Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handknattleik, mun ekki ganga til liðs við þýska félagið Koblenz/Weibern eins og samið hafði verið um. 

Birna Berg sleit krossband í hné í landsleik í síðasta mánuði og tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í gær að samningnum hefði verið rift með sameiginlegri ákvörðun beggja aðila.

Þar segir að Birna Berg muni vera í endurhæfingu á Íslandi og í Svíþjóð. Hún lék þar með Sävehof en var lánuð til Molde í Noregi seinni hluta vetrar. yrkill@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert