Birkir innsiglaði sigur Aftureldingar

Frá leik Aftureldingar og Hauka í kvöld.
Frá leik Aftureldingar og Hauka í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Birkir Benediktsson tryggði Aftureldingu eins marks sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 24:23, með marki þremur sekundum fyrir leikslok í N1-höllinni að Varmá í kvöld í Olís-deild karla í handknattleik.

Afturelding hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik eftir að hafa leikið afar góða vörn. Þegar gengið var til búningsherbergja að loknum fyrri hálfleik var staðan, 14:10, Aftureldingu í vil. Framan af síðari hálfleik hélt Afturelding sínu forskot en Haukar unnu sig inn í leikinn, ekki síst eftir að Morkunas kom í markið á nýjan leik rétt fyrir miðjan hálfleikinn. Afturelding náði þó að halda forystu allt þar til þrjár mínútur voru eftir. Þá jöfnuðu Hauka loks, 23:23. 

Síðustu sóknir liðanna gengu illa. Tjörvi Þorgeirsson, Haukamaður, skaut boltanum í slána þegar 12 sekúndur voru til leiksloka í jafnri stöðu, 23:23. Aftureldingar tóku leikhlé. Þeir stilltu upp í leikkerfi að því loknu sem gekk fullkomlega upp og endaði með sigurmarki Birkis.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Afturelding 24:23 Haukar opna loka
60. mín. Giedrius Morkunas (Haukar) varði skot - frá Bjarka. 55 sekúndur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert