Í naflaskoðun hver og einn

Andri Berg Haraldsson fyrirliði FH-inga var að vonum daufur í dálkinn eftir tíu marka ósigur gegn Valsmönnum á heimavelli í Olís-deildinni í handknattleik í kvöld.

„Það er bara gamla klisjan, næsti leikur. En við þurfum að fara að spýta í lófana og það er ansi margt sem við þurfum að laga í okkar leik. Sóknin er afleit, vörnin ekkert sérsök og það er í raun allt að klikka hjá okkur. Sjálfstraustið er ekkert og við þurfum bara að fara í naflaskoðun hver og einn,“ sagði Andri Berg við mbl.is en á meðfylgjandi myndskeiði er hægt að sjá allt viðtalið við hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert