Góður sigur Gróttu gegn ÍR-ingum

Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu ræðir við sína menn.
Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu ræðir við sína menn. mbl.is/Styrmir Kári

Nýliðar Gróttu unnu sinn þriðja sigur í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld þegar þeir báru sigurorð af ÍR-ingum.

ÍR-ingar hófu leikinn á því að spila með 7 menn í sókn og virtist sem Grótta réði illa við það en staðan eftir 15.mínútna leik var 2:6 ÍR-ingum í vil. Grótta tók sig þó á og náðu að minnka muninn í 2 mörk þegar 7 mínútur voru til hálfleiks 8:10. ÍR- ingar voru þó sterkari á lokamínútum fyrri hálfleiks og fóru með fjögurra marka forskot inn í hálfleikinn. 11:15.

 ÍR-ingar voru sterkari í byrjun seinni hálfleiks en Grótta átti svo kafla um miðbik seinni hálfleiks sem allt gekk upp og náðu þeir að jafna metinn í fyrsta skipti í leiknum á 52.mínútu í 26:26. Grótta lét það ekki duga heldur komust yfir í fyrsta sinn í leiknum á 58.mínútu í 29:28. Grótta hélt þeirri forustu og unnu að lokum frábæran sigur 31:29.

Markahæstir í liði Gróttu voru Júlíus Þórir og Viggó Kristjánsson með 9 mörk. Hjá ÍR var það Arnar Birkir sem var markahæstir en hann skoraði einnig 9 mörk.

Grótta 31:29 ÍR opna loka
60. mín. Leik lokið RISA stór sigur hjá Gróttu eftir frábæran seinni hálfleik.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert