Sjötugasti og þriðji sigurinn í röð

Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Barcelona.
Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Barcelona. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Barcelona vann í kvöld sinn 73. sigur í röð spænsku 1. deildinni í handknattleik þegar liðið vann Ademar Leon, 37:33, á útivelli í hörkuleik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútunum. 

Slík sigurganga er met í spænskum handknattleik. 

Barcelona var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 20:18, en varnarleikurinn hat á hakanum í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna. Fimm mínútum fyrir leikslok var forskot Barcelona aðeins eitt mark, 32:31.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði ekki mark í leiknum og átti heldur ekki skot á mark Ademar. 

Kiril Lazarov skoraði 12 mörk fyrir Barcelona, þar af sex úr vítaköstum. Wael Jallouz kom næstur með níu mörk. 

Juan García Lorenzana skoraði níu mörk fyrir Ademar.  Barcelona er efst í deildinni með 24 stig eftir 12 leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert