„Fékk algjöra gæsahúð“

Ólafur Guðmundsson fagnar marki fyrir Kristianstad.
Ólafur Guðmundsson fagnar marki fyrir Kristianstad. Ljósmynd/Heimasíða Kristianstad

Það var líkt og Ólafur Guðmundsson hefði skrifað handritið sjálfur að sínum fyrsta leik með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik, eftir endurkomuna frá Hannover-Burgdorf í Þýskalandi. Hátt í 5.000 áhorfendur í Kristianstad stóðu og klöppuðu þegar Ólafur var kynntur til leiks, fyrir stórleikinn við Sävehof í gær, og hann var svo næstmarkahæstur í sínu liði með 6 mörk í 33:27-sigri.

„Þetta var ótrúlegt. Ég fékk algjöra gæsahúð,“ sagði Ólafur um viðtökurnar sem hann fékk. Hann var ánægður með sinn leik: „Ég hef ekki æft neitt að ráði með liðinu og það eru nýir leikmenn hérna, en það var gaman að fá að spila og skora nokkur mörk,“ sagði Ólafur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert