Ólafur byrjar afar vel hjá nýju liði

Ólafur Guðmundsson fagnar marki fyrir Kristianstad.
Ólafur Guðmundsson fagnar marki fyrir Kristianstad. Ljósmynd/Heimasíða Kristianstad

Það var Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í handkattleik karla í kvöld þegar Kristianstad, lið Ólafs Guðmundssonar, heimsótti Tandra Konráðsson, Magnús Óla Magnússon og félaga þeirra hjá Ricoh.

Lokatölur í leiknum í kvöld urðu 31:27 Kristianstad í vil.

Ólafur skoraði sex mörk fyrir Kristianstad, en hann hefur þar með skorað 12 mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins síðan hann gekk til liðs við Kristianstad á nýjan leik frá þýska liðinu Hannover-Burgdorf.

Tandri skoraði sex mörk fyrir Ricoh og Magnús Óli bætti fimm mörkum við í sarpinn fyrir liðið.

Leikurinn var liður í 13. umferð deildarinnar, en hlutskipti þessara liða hefur verið misjafnt í deildinni í vetur.

Kristianstad er taplaust á toppi deildarinnar á meðan Ricoh hefur einungis fjögur stig í 11. sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert