Króatía nældi í bronsið og sæti á HM

Sandor Sagosen, leikmaður Noregs, skýtur að marki Króata í leiknum …
Sandor Sagosen, leikmaður Noregs, skýtur að marki Króata í leiknum í dag og Domagoj Duvnjak, leikmaður Króatíu, er til varnar. AFP

Króatía bar sigurorð af Noregi í leik um þriðja sætið á EM í handknattleik karla sem lýkur í Kraká í Póllandi í dag. Króatía tryggði sér um leið öruggt sæti á HM sem fram fer í Frakklandi í janúar á næsta ári. 

Lokatölur í leiknum urðu 31:24 Króatíu í vil. Króatar höfðu forystuna megnið af leiknum, en Norðmenn voru þó ekki langt undan fyrr en undir lok leiksins þegar Króatar náðu öruggu forskoti. 

Króatar fara þar af leiðandi beint á HM í Frakklandi, en Norðmenn þurfa hins vegar að leika við Slóveníu í umspili um laust sæti á mótinu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert