Garðar á heimaslóðir

Garðar Svansson í leik með FH fyrr í vetur.
Garðar Svansson í leik með FH fyrr í vetur. Styrmir Kári

Miðjumaðurinn Garðar Svansson hefur gengið að nýju til liðs við uppeldisfélag sitt HK sem leikur í 1. deild karla í handknattleik, en hann kemur þaðan frá Olísdeildarliðinu FH. Það er fimmeinn.is sem greinir frá þessu. 

Garðar gekk til liðs við FH í júní í sumar, en var svo lánaður yfir í Aftureldingu í vetur þar sem hann lék til áramóta. Þetta er því þriðja félagið sem Garðar leikur með á yfirstandandi leiktíð. 

Garðar lék alls 9 leiki með FH í vetur og skoraði 9 mörk, en hjá Aftureldingu lék hann alls 7 leiki og gerði 14 mörk.

HK er í 6 sæti 1. deildarinnar með 10 stig og á ágætis möguleika á að koma sér í úrslitakeppnina um laust sæti í Olísdeild karla á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert