Notum bara þá afsökun

„Sennilega var munurinn á liðunum sá á liðunum, ekki var sóknarleikurinn góður," svaraði Hlynur Morthens markvörður Vals, spurningunni um hvort hann hefði riðið baggamuninn fyrir Valsliðið þegar það vann Akureyri, 22:15, í Olís-deild karla í handknattleik í Valshöllinni í kvöld.

Hlynur átti stórleik og varði 24 skot. „Vörn og markvarsla var í lagi hjá okkur, sérstaklega í síðari hálfleik," sagði Hlynur. „Við vorum bjartsýnir fyrir leikinn þar sem okkur hafði gengið vel í æfingaleikjum upp á síðkastið. En ég hef engar áhyggjur. Við erum almennilegt lið og rífum okkur upp fyrir næsta leik. Þetta var fyrsti alvöruleikurinn í langan tíma. Eigum við ekki að nota þá afsökun," sagði Hlynur léttur í bragði að vanda.

Nánar er rætt við Hlyn á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert