Áfall fyrir meistaralið Kiel

Steffen Weinhold leikur ekki meira með Kiel á þessari leiktíð.
Steffen Weinhold leikur ekki meira með Kiel á þessari leiktíð. AFP

Þýska meistaraliðið Kiel, sem Alfreð Gíslason þjálfari, hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku. Nú virðist ljóst að Steffen Weinhold leikur ekki meira með liðinu á þessari leiktíð. Hann meiddist í nára undir lok leiks Þjóðverja og Rússa á EM í Póllandi. 

Í fyrstu var talið að Weinhold yrði frá í sex til átta vikur en nú herma þýskir fréttamiðlar að hann verði að gangast undir aðgerð. Það þýðir að Weinhold verður ekki meira með Kiel á þessu keppnistímabili. 

Auk Weinhold er Patrick Wiencek, Rene Toft Hansen og Christian Dissinger úr leik vegna meiðsla. Hansen er með slitið krossband og leikur ekkert með liðinu fyrr en í haust og Wiencek er að jafna sig eftir krossbandaslit. Vonir standa til að Dissinger verði tilbúinn í slaginn innan nokkurra vikna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert