Grótta byrjar vel eftir frí

Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur hjá Gróttu.
Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur hjá Gróttu. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Grótta og Fram mættust í 19. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik, Olís-deildarinnar, í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi klukkan 20. Seltirningar voru ferskari eftir EM-fríið og sigruðu 28:25 en jafnt var að loknum fyrri hálfleik 12:12. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Seltirningar náðu að koma sér upp fimm marka forskoti um miðjan síðari hálfleik og það dugði til þess að næla í tvö stig. Frömurum tókst þó að minnka muninn niður í eitt mark 24:23 og náðu þá upp stemningu en tókst ekki að komast yfir. Grótta sleit sig aftur frá Fram fyrir lokamínúturnar. 

Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur hjá Gróttu með 7/2 mörk og Lárus Helgi Ólafsson varði 13 skot í markinu. Kristófer Fannar Guðmundsson varði 11 skot hjá Fram en Garðar B. Sigurjónsson skoraði mest fyrir Framara 6/4 mörk. 

Grótta 28:25 Fram opna loka
60. mín. Kristófer Fannar Guðmundsson (Fram) varði skot Grótta heldur boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert