Ólafur er kominn á ferðina

Ólafur Gústafsson í búningi Aalborg.
Ólafur Gústafsson í búningi Aalborg. Ljósmynd/aalborghaandbold.d

Handknattleiksmaðurinn Ólafur Gústafsson virðist vera á leiðinni inn á beinu brautina eftir langvarandi og erfið meiðsli á báðum hnjám sem hafa haldið honum frá keppni frá haustinu 2014.

„Ég er farinn að hlaupa mjög rólega þannig að það er jákvætt. Ég vinn mig hægt og rólega áfram í áttina að handboltavellinum. Einnig er ég að lyfta eftir æfingaáætlun frá Ella sjúkraþjálfara [Elís Þór Rafnsson] sem hefur hjálpað mér mikið. Það eru ljósir punktar í stöðunni,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gær en hann er samningsbundinn Aalborg Håndbold fram á mitt þetta ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert