Rúnar íhugar nýtt tilboð

Rúnar Sigtryggsson, þjálfari EHV Aue.
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari EHV Aue. Ljósmynd/Heimasíða EHV Aue

Rúnar Sigtrygsson, þjálfari þýska 2. deildarliðsins EHV Aue, liggur nú undir feldi og veltir fyrir sér tilboði frá félaginu um að halda þjálfun þess áfram næstu þrjú árin. Núverandi samningur Rúnars rennur út um mitt þetta ár. Hann tók við þjálfun Aue sumarið 2012. Rúnar ætlar að gefa sér tíma til þess að velta tilboðinu fyrir sér áður en lengra verður haldið, eftir því sem næst verður komist.

Aue situr um þessar mundir í sjötta sæti þýsku 2. deildarinnar í handknattleik með 25 stig eftir 21 leik og er átta stigum á eftir Coburg sem situr í þriðja sæti. Þrjú efstu liðin færast uppí 1. deild í vor.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert