Settum þetta upp sem úrslitaleik

Gunnar Malmquist Þórsson, Aftureldingu. Einar Rafn Eiðsson, FH. Arnar Sigurjónsson, …
Gunnar Malmquist Þórsson, Aftureldingu. Einar Rafn Eiðsson, FH. Arnar Sigurjónsson, dómari. Eva Björk Ægisdóttir

Einar Rafn Eiðsson var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins þegar FH nældi sér í tvö mikilvæg stig með sigri sínum gegn Víkingi í 19. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Kaplakrika kvöld. Einar Rafn skoraði 11 mörk í 27:22 sigri FH sem náði þar með fjögurra stiga forskoti á ÍR sem er í fallsæti. 

„Mér fannst við vera búnir að slíta þá frá okkur um miðbik fyrri hálfleiks, en þeir náðu að jafna metin. Við breyttum svo í 3:3 vörn sem Dóri (Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH) setti upp. Þá náðum við upp góðri vörn og sigldum sigrinum í land,“ sagði Einar Rafn í samtali við mbl.is eftir leikinn.

„Við vorum þolinmóðir sóknarlega og biðum eftir rétta færinu. Það var afar mikilvægt að vinna þennan leik og við settum hann upp sem úrslitaleik fyrir framhaldið. Það er góð tilfinning að byrja seinni hlutann með sigri og þessi frammistaða er í samræmi við það sem við höfum verið að sýna í æfingaleikjum undanfarið,“ sagði Einar Rafn hógvær og sigurreifur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert