Við vorum drulluseigir

„Frábær frammistaða skilað þessum sigri," sagði glaðbeittur þjálfari Stjörnunnar, Einar Jónsson, eftir að lið hans tryggði sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik. Stjarnan vann Fram, 32:31, eftir framlengingu.

„Fyrri hálfleikur var mjög góður hjá okkur og að honum loknum voru við með fjögurra marka forskot þrátt fyrir að vera með litla markvörslu. Við áttum að vera meira forskot.

Framliðið kom sterkt til baka, jafnaði metin og komst yfir, en við komum leiknum í framlengingu. Við vorum drulluseigir í framlengingunni að klára leikinn," sagði Einar sem undirstrikar að mikið sjálfstraust sér í Stjörnuliðinu.

„Við erum með ágætt lið og undirstrikum það með góðum sigri á sterku Framliði," sagði Einar.

„Það er bara gaman að fara í undanúrslitahelgina, þetta er frábær helgi og gott að komast á dúkinn í Höllinni. Garðbæingar eru þekktir fyrir að styðja þétt við bakið á sínum liðum þegar þau komast í alvöru keppni. Ég reikna með fullri Höll og ef við fáum dass af heppni þá eru okkur allir vegir færir," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram.

Nánar er rætt við Einar á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert