Niðurstaða komin í eineltisathugun

Mynd úr leik ÍBV í vetur, en myndin tengist málinu …
Mynd úr leik ÍBV í vetur, en myndin tengist málinu sem fréttin snýst um á engan hátt. Styrmir Kári

Íþróttafélagið ÍBV hefur birt hluta niðurstöðu úr skýrslu utanaðkomandi og hlutlausra sérfræðinga sem fengnir voru til þess að gera formlega eineltisathugun og leiðbeina félaginu um framhaldið vegna gruns um einelti sem upp kom í æfingahópi félagsins í handknattleik karla nýverið.

Sérfræðingarnir hafa nú skilað stjórn félagsins skýrslu þar sem meginniðurstaðan er þessi

„Niðurstöður þessarar athugunar eru þær að ekki sé hægt að fullyrða að um einelti hafi verið að ræða skv. skilgreiningu þess í reglugerð nr. 1009/2015. Hins vegar er ljóst að neikvæð samskipti innan hópsins hafi verið til staðar um nokkurn tíma og komið niður á liðsheildinni og samskiptamáta liðsmanna,“ segir í skýrslu sérfræðinganna.

Sérfræðingarnir leggja jafnframt fram tillögur til lausnar á þeim samskiptavandamálum sem urðu kveikjan að ofangreindri athugun og sömuleiðis hvernig félagið skuli taka á málum af þessu tagi almennt í öllum flokkum félagsins. Þær tillögur verða leiðbeinandi fyrir félagið í framhaldinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert