„Á marga góða vini í Hvítu riddurunum“

Hákon Daði í baráttu við hálfbróður sinn, Andra Heimir Friðriksson, …
Hákon Daði í baráttu við hálfbróður sinn, Andra Heimir Friðriksson, í Eyjum í kvöld. Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson

Hákon Daði Styrmisson leikmaður Hauka fór heldur betur á kostum gegn sínum gömlu félögum í ÍBV þegar Haukar lögðu Eyjamenn í tvíframlengdum leik í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik í Eyjum í kvöld.

Hákon Daði skoraði 12 mörk í leiknum og hefur þar með skorað 22 mörk samtals í leikjunum tveimur en Íslandsmeistarar Hauka eru komir í 2:0 og geta tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu með sigri í þriðja leiknum.

„Þetta var skemmtilegur sigur og ég lít á leikina við ÍBV eins og hverja aðra leiki. Það er gott að vera búinn að vinna báða leikina en við búum undir jafn mikinn hörkuleik þegar við mætum þeim á Ásvöllum á föstudaginn. Vonandi náum við bara hagstæðum úrslitum. Þetta er skemmtileg rimma,“ sagði Hákon Daði, sem yfirgaf ÍBV um áramótin og gekk í raðir Haukanna þar sem hann hefur átt mjög góðu gengi að fagna.

„Ég fæ góða hjálp frá liðsfélögunum og ég er sem betur fer að skila boltanum inn. Það er auðvitað ekkert auðvelt að spila við gömlu félaganna en ég marga góða vini í Eyjum og margir í Hvítu riddurunum eru vinir mínir og ég þekki flesta sem eru í honum. Ég var búinn að undirbúa mig vel undir þessa leiki,“ sagði Hákon Daði við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert