Haraldur ráðinn til Fylkis

Haraldur Þorvarðarson, nýr þjálfari kvennaliðs Fylkis t.v., ásamt Karli Sigurðssyni, …
Haraldur Þorvarðarson, nýr þjálfari kvennaliðs Fylkis t.v., ásamt Karli Sigurðssyni, formanni handknattleiksdeildar Fylkis. mbl.is/Ívar

Haraldur Þorvarðarson var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokksliðs Fylkis í handknattleik kvenna. Hann mun einnig þjálfa 3. flokk kvenna hjá félaginu. Haraldur tekur við starfinu af Halldór Stefáni Haraldssyni sem verið hefur þjálfari Fylkis síðustu fjögur árin. Samningur Haraldar er til tveggja ára.

Haraldur hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og kvenna hjá Fram. Hann lék með liðinu um árabil og varð m.a. Íslandsmeistari með Fram fyrir þremur árum.

Haraldur hefur einnig verið yfirþjálfari yngri flokka Fram síðustu sex ár. Kvennalið Fylkis er fyrsta meistaraflokksliðið sem Haraldur stýrir sem aðalþjálfari. Hann er menntaður íþróttfræðingur og íþróttakennari og hefur lokið efsta stigi handboltaþjálfaramenntunar á vegum Handknattleikssambands Íslands.

Fylkir hafnaði í 8. sæti Olís-deildar kvenna á síðasta keppnistímabili og tapað fyrir Fylki í tveimur leikjum í 8-liða úrslitum fyrir deildarmeisturum Hauka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert