Róbert samdi til þriggja ára

Róbert Aron Hostert og Karl Haraldsson formaður handknattleiksdeildar ÍBV við …
Róbert Aron Hostert og Karl Haraldsson formaður handknattleiksdeildar ÍBV við undirritunina. Ljósmynd/Baldur

Róbert Aron Hostert skrifaði rétt í þessu undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV og snýr því aftur til liðsins sem hann kvaddi sem Íslandsmeistari vorið 2014 eftir eins árs veru.

Róbert hefur leikið með Mors-Thy í Danmörku undanfarin tvö ár en eins og fram kom í Morgunblaðinu í dag hafnaði hann nýju samningstilboði frá Dönunum og bæði ÍBV og Stjarnan sóttust eftir því að fá hann í sínar raðir.

Róbert er 25 ára gamall, rétthent skytta, og á að baki þrjá A-landsleiki en hann var í æfingahópi landsliðsins fyrir EM í Póllandi í janúar.

Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson fagna Íslandsmeistaratitli ÍBV vorið …
Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson fagna Íslandsmeistaratitli ÍBV vorið 2014. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert