Guðmundur fær nýjan aðstoðarmann

Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson. AFP

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik hefur fengið nýjan aðstoðarmann.

Henrik Kronborg hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari landsliðsins og tekur hann formlega til starfa þann 1. júní. Hann leysir Svíann Tomas Svensson af hólmi en vegna anna sem markvarðarþjálfari þýska liðsins Magdeburg hefur hann ákveðið að segja skilið við danska landsliðið.

Kronborg er reyndur þjálfari en hann hefur þjálfað nokkur dönsk úrvalsdeildarlið og um tíma var hann aðstoðarmaður Ulriks Wilbek sem stýrði landsliðinu á undan Guðmundi.

Danir tryggðu sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar en næsta verkefni landsliðsins eru leikir gegn lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu um keppnisréttinn á HM á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert