Tvis Holstebro með naumt forskot

Sigurbergur Sveinsson.
Sigurbergur Sveinsson. mbl.is/Golli

Team Tvis Holstebro hafði betur í fyrri leiknum við GOG Håndboll í fyrri leik liðanna í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handknattleik í kvöld. Holstebro vann með einu marki, 28:27.

Holstebro er því með eins marks forskot fyrir síðari leikinn sem fram fer á þeirra heimavelli. Sigurbergur Sveinsson, sem yfirgefur liðið eftir tímabilið og gengur í raðir ÍBV, skoraði fimm mörk fyrir lið Hostebro, en Egill Magnússon komst ekki á blað.

Í hinu einvígi undanúrslitanna mætast Bjerringbro-Silkeborg og KIF Kolding.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert