Uppdráttarsýkin er ekki sýnileg

Stuðningsmenn liðanna tóku hressilega þátt í úrslitakeppninni.
Stuðningsmenn liðanna tóku hressilega þátt í úrslitakeppninni. mbl.is/Styrmir Kári

Vart fór það milli mála að Íslandsmótinu í handknattleik lauk í fyrrakvöld þegar leikmenn Hauka voru krýndir Íslandsmeistarar í karlaflokki á heimavelli. Á síðasta sunnudag réðust úrslitin í kvennaflokki þar sem Grótta vann annað árið í röð, eins og Haukar í karlaflokki.

Haukar voru vel að Íslandsmeistaratitlinum komnir, þeim tíunda frá árinu 2000. Óhætt er að segja að Haukar hafi á síðustu 20 árum byggt upp mikið veldi í íslenskum handknattleik sem önnur félög miða sig við. Ekki ósvipað því sem erkióvinurinn í FH hefur byggt upp á knattspyrnuvellinum.

Ég held að á engan sé hallað þegar sagt er að maðurinn á bak við veldi Hauka sé Þorgeir Haraldsson. Hann hefur verið vakinn og sofinn yfir starfinu um langt árabil. Drifkraftur hans og metnaður hefur drifið áfram vaska sveit manna og kvenna sem nánast eru tilbúin að vaða eld og brennistein fyrir félagið og handboltalið þess.

Sjá viðhorfsgrein Ívars Benediktssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert