Roland Eradze tekur við FH

Roland Eradze er kominn til FH
Roland Eradze er kominn til FH Mynd: hkd FH

Handknattleiksdeild FH tilkynnti í dag að búið væri að ganga frá ráðningu Rolands Eradze sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Auk þess mun Eradze sinna markmannsþjálfun hjá FH, sem og þjálfun yngri flokka karla og kvenna.

Roland Eradze er handknattleiksáhugafólki að góðu kunnur. Hann lék með nokkrum liðum í efstu deild og þótti einn besti markvörður deildarinnar um árabil. Eradze, sem á ættir að rekja til Georgíu, lék 52 landsleiki fyrir Íslands hönd.

„Það er mikill hugur í okkar fólki að koma FH aftur í fremstu röð og komið margt mjög öflugt nýtt fólk inn í meistaraflokksráðs kvenna,“ segir í fréttatilkynningu frá handknattleiksdeild FH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert