Guðjón Valur fer með til Portúgals

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins var ekki með gegn …
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins var ekki með gegn portúgalska landsliðinu í Laugardalshöll í undankeppni HM í gær vegna meiðsla. Ljósmynd/ Foto Olimpik

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, er í hópnum sem fer til Portúgals í fyrramálið og mætir þar heimamönnum í síðari leik þjóðanna í undankeppni heimsmeistaramótsins á fimmtudag.

Guðjón Valur meiddist á æfingu á dögunum og var ekki með í fyrri leiknum í Laugardalshöll í gær, en Ísland fer með þriggja marka forskot 26:23 inn í síðari leikinn. Vignir Svavarsson sem einnig sat hjá í fyrri leiknum hefur hins vegar ekki hrist af sér sín meiðsli og er ekki í hópnum.

Hópurinn sem fer til Portúgals er eftirfarandi, en þjóðirnar mætast á fimmtudagskvöld klukkan 20.

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Alaborg
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club 

Aðrir leikmenn:

Arnór Atlason, St. Raphael
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Aron Pálmarsson, MKB Veszprém
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Guðjón Valur Sigurðsson, FC Barcelona
Guðmundur Hólmar Helgason, Valur
Gunnar Steinn Jónsson, VFL Gummersbach
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad
Róbert Gunnarsson, Paris Handball
Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf
Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen
Tandri Konráðsson, Ricoh HK

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert