Sagosen til PSG

Sander Sagosen fer frá Danmörku eftir ár og gengur til …
Sander Sagosen fer frá Danmörku eftir ár og gengur til liðs við PSG í Frakklandi. AFP

Sander Sagosen hefur skrifaði undir þriggja ára samning við franska stórliðið PSG. Samningurinn tekur gildi eftir ár þegar núverandi samningur Norðmannsins rennur út hjá Aalborg Håndbold, liðinu sem Aron Kristjánsson tók nýverið við þjálfun á.

Sagosen er tvítugur að aldri og hefur lengi þótt afar efnilegur leikstjórnandi. Hann lék vel með norska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í Póllandi í byrjun þessa árs. 

PSG er eitt af öflugri handknattleiksliðum Evrópu um þessar mundir. Það vann franska meistaratitilinn í vor í þriðja sinn á fjórum og árum og hafnaði í þriðja sæti Meistaradeildar Evrópu. Meðal leikmanna liðsins eru Daninn Mikkel Hansen og Frakkarnir Nikola Karabatic, Daniel Narcisse og Thierry Omeyer. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert