Ísland datt í lukkupottinn á HM 2017

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik var nokkuð heppið þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistaramótið sem haldið verður í Frakklandi í janúar á næsta ári. Ísland mætir gríðarsterku liði Spánar í B-riðli mótsins en slapp að öðru leyti nokkuð vel.

Óhætt er að segja að Ísland hafi fengið draumadrátt úr öðrum og þriðja styrkleikaflokki, þar sem Slóvenía og Makedónía komu upp úr hattinum. Í þessum flokkum voru t.d. Svíþjóð, Danmörk, Króatía og Pólland.

B-riðill:

Spánn
Slóvenía
Makedónía
ÍSLAND
Túnis
Angóla

Heimsmeistarar Frakka leika í A-riðli og geta því orðið mótherjar Íslands í 16 liða úrslitunum. Evrópumeistarar Þýskalands, undir stjórn Dags Sigurðssonar, eru í snúnum C-riðli þar sem Króatía og Ungverjaland eru meðal þátttökuþjóða.

Danir, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar, leika í D-riðli og mæta þar meðal annars fornum fjendum sínum, Svíum. 

Drátturinn í heild:

A-riðill:
Frakkland
Pólland
Rússland
Brasilía
Japan
Noregur

B-riðill:
Spánn
Slóvenía
Makedónía
ÍSLAND
Túnis
Angóla

C-riðill:
Þýskaland
Króatía
Hvíta-Rússland
Ungverjaland
Chile
Sádi-Arabía

D-riðill:
Katar
Danmörk
Svíþjóð
Egyptaland
Barein
Argentína

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert