Valur og Haukar verða með

Haukar og Valur verða fulltrúar Ís lands í Evrópumótum karla …
Haukar og Valur verða fulltrúar Ís lands í Evrópumótum karla í vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistarar Hauka og bikarmeistarar Vals í karlaflokki taka þátt í Evrópumótunum í handknattleik í vetur. Ekkert íslenskt kvennalið verður hinsvegar með en hvorki Íslandsmeistarar Gróttu né bikarmeistarar Stjörnunnar eru skráðir til leiks í Evrópukeppni.

Dregið verður á þriðjudaginn og Haukar verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið er í 1. umferð EHF-bikarsins. Mögulegir mótherjar Hauka eru þessi lið:

Besa (Kósóvó), Pölva Serviti (Eistlandi), Ankara (Tyrklandi), Käerjeng (Lúxemborg), Olimpus (Moldóvu), Budvanska (Svartfjallalandi), London GD (Englandi), Batumi (Georgíu), Metaloplastica Sabac (Serbíu), Diodmis (Grikklandi), Winterthur (Sviss), Zamet (Króatíu), Bodö (Noregi), Alpla Hard (Austurríki) og Volendam (Hollandi).

Valsmenn leika í Áskorendabikar karla og eru þar í neðri styrkleikaflokki. Þeir geta dregist gegn eftirtöldum liðum:

Sporting (Portúgal), Potaissa (Rúmeníu), St. Otmar St. Gallen (Sviss), Haslum (Noregi), Vise (Belgíu), Zaporozhye (Úkraínu), Xini Dikeas (Grikklandi), Hurry-up (Hollandi), Hapoel Ashdod (Ísrael), Esch (Lúxemborg), Tasova Yibo (Tyrklandi), Kastrioti (Kósóvó), Lokomotiva Varna (Búlgaríu), Spes (Kýpur) og Vogosca (Bosníu).

vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert