Kvennalið Vals styrkist

Diana Šatkauskaitė og Kristine Håheim Vike leika með handknattleiksliði Vals …
Diana Šatkauskaitė og Kristine Håheim Vike leika með handknattleiksliði Vals í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Ljósmynd/Valur

Handknattleiksdeild Vals hefur gengið frá samningum við tvo nýja leikmenn í kvennalið félagsins, en þær eru Diana Šatkauskaitė og Kristine Håheim Vike.

Šatkauskaitė er 24 ára litháísk landsliðskona sem kemur frá HC Garliava í heimalandinu. Hún er rétthent skytta og hefur m.a. verið valin besti leikmaður litháísku deildarinnar. Šatkauskaitė skrifaði undir tveggja ára samning við Val.

Håheim Vike er 23 ára örvhentur hornamaður sem kemur frá Volda í Noregi, en hún hefur spilað undir stjórn Alfreðs þjálfara bæði hjá Volda og Storhamar í heimalandi sínu. Håheim Vike skrifaði undir eins árs samning við Val.

Þær komu báðar til landsins og hafa æft með liðinu í viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert