Tap fyrir Króötum í fyrsta leik

Handbolti - bolti
Handbolti - bolti Eva Björk Ægisdóttir

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tapaði fyrir Króötum í fyrsta leik sínum í lokakeppni Evrópumótsins sem hófst í Króatíu í dag. Lokatölur voru, 34:29, en fjórum mörkum munaði á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 18:14, Króötum í vil. 

Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og lenti mest sjö mörkum undir. Það vann sig smátt og smátt inn í leikinn en náði aldrei að brúa bilið sem myndaðist snemma í leiknum. 

Mörk Íslands: Teitur Einarsson 5, Gísli Kristjánsson 5, Sveinn Sveinsson 4, Alexander Másson 3, Örn Östenberg 3, Kristófer Sigurðsson 3, Ágúst Grétarsson 2, Elliði Viðarsson 2, Sveinn Jóhannsson 1 og Bjarni Valdimarsson 1.

Andri Scheving varði 8 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 9 skot.

Íslenska liðið mætir sænska landsliðinu á morgun. Svíar unnu Tékka í dag, 28:23.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert