Theodór genginn til liðs við KR

Theodór Ingi Pálmason og Björgvin Freyr Vilhjálmsson.
Theodór Ingi Pálmason og Björgvin Freyr Vilhjálmsson. Ljósmynd/KR

Handknattleiksdeild KR hefur samið við Theodór Inga Pálmason fyrir næsta keppnistímabil. Theodór, sem verður 29 ára á árinu, hefur leikið með FH síðastliðin keppnistímabil og var einn af lykilmönnum liðsins. 

Áður var Theodór í röðum ÍH og var valinn besti leikmaður handknattleiksdeildar ÍH tímabilið 2013/14 þegar hann gerði 44 mörk í 20 leikjum liðsins.

„Við erum geysilega sáttir við að samningar séu í höfn við Theodór. Hann passar vel inn í okkar plön. Hann hefur mikla reynslu og er mikill og sterkur leiðtogi. Við KR-ingar hlökkum mikið til að sjá hann í KR-búningum á komandi tímabili og taka þátt í næstu skrefum handboltans hjá KR,“ sagði Björgvin Freyr Vilhjálmsson, formaður handknattleiksdeildar KR, að lokinni undirritun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert