Knútur vill í stjórn EHF – Helga hættir

Knútur G. Hauksson, fyrir miðri mynd, fyrrverandi formaður HSÍ, gefur …
Knútur G. Hauksson, fyrir miðri mynd, fyrrverandi formaður HSÍ, gefur kost á sér í kjöri til framkvæmdastjórnar Handknattleikssambands Evrópu. mbl.is/Eggert

Knútur G. Hauksson, fyrrverandi formaður Handknattleikssambands Íslands, gefur kost á sér í kjöri til framkvæmdastjórnar Handknattleikssambands Evrópu, EHF, á þingi sem fram fer 17. nóvember. Helga Magnúsdóttir, sem setið hefur í framkvæmdastjórninni frá 2012, gefur ekki á kost á sér til endurkjörs. 

Helga var fyrsta konan til þess að ná kjöri til framkvæmdastjórnar EHF.

Frestur til að skila inn framboðum rann út í gærkvöldi. Nafn Knúts er á meðal 12 annarra sem sækjast eftir þremur sætum í framkvæmdastjórn EHF eftir því sem kemur fram í tilkynningu á heimasíðu EHF.

Forseti EHF frá 2012, Frakkinn Jean Brihault, gefur ekki kost á sér til endurkjörs og er það m.a. vegna aldurs en 68 ára aldurshámark er fyrir setu í stjórn EHF. Austurríkismaðurinn Michael Wiederer gefur einn kost á sér í embætti formanns. Hann er núverandi framkvæmdastjóri EHF. 

Svíinn Arne Elovsson getur heldur ekki gefið kost á sér til endurkjörs sem varaforseti vegna aldurs. Tveir sækjast eftir varaforsetaembættinu, Predrag Boskovic, forseti handknattleikssambands Svartfjallalands og Lettinn Anrijs Brencans. 

Helga Magnúsdóttir, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Handknattleikssambands Evrópu.
Helga Magnúsdóttir, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Handknattleikssambands Evrópu. Rax / Ragnar Axelsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert