FH-ingar unnu Hafnarfjarðarmótið

Einar Rafn Eiðsson skoraði níu mörk gegn Haukum.
Einar Rafn Eiðsson skoraði níu mörk gegn Haukum. Styrmir Kári

Karlalið FH í handknattleik sigraði Hauka 31:22 í lokaumferð Hafnarfjarðarmótsins í dag. FH stendur því upp sem sigurvegari á mótinu en liðið vann mótið á markatölu.

FH, Haukar og Valur enduðu öll með 4 stig í mótinu á meðan Afturelding endaði með ekkert stig.

FH tók á móti Haukum í íþróttahúsinu við Strandgötu í dag og hafði betur 31:11. FH-ingar voru yfir í hálfleiks 18:14 og náðu að halda forystu út leikinn.

Einar Rafn Eiðsson og Óðinn Ríkharðsson voru báðir með níu mörk fyrir FH. Janus Daði Smárason var með sex mörk fyrir Hauka og atkvæðamestur í þeirra liði.

Á sama tíma tókst Val að vinna Aftureldingu 32:24. Afturelding var 15:12 yfir í hálfleik en glutraði niður forystunni í þeim síðari. Anton Rúnarsson var með tíu mörk fyrir Val en Vignir Stefánsson kom þar næstur með sjö mörk. Birkir Benediktsson var þá með sjö mörk fyrir Aftureldingu.

FH vann mótið á markatölu og er því sigurvegari Hafnarfjarðarmótsins árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert