Eiga fullt erindi í efri hlutann

Kristján Arason.
Kristján Arason. mbl.is/hag

Íslenska U18 landslið karla í handbolta lauk í fyrradag keppni á Evrópumótinu í Króatíu með sigri gegn Serbum, 32:30, sem tryggði liðinu sjöunda sæti á mótinu. Árangur landsliðsins tryggir þátttöku á HM-U19 á næsta ári og EM-U20 eftir tvö ár. Morgunblaðið tók stöðuna á Kristjáni Arasyni sem þjálfar liðið ásamt Einari Guðmundssyni.

„Fyrir mótið hefði ég verið hæstánægður með sjöunda sætið. Eini leikurinn þar sem maður hefði viljað sjá betri úrslit var á móti Dönum þegar við lékum um keppnirétt um fimmta sætið. Við voru yfir lengst af þess leiks en misstum forskotið niður í tap. Það var ekki mikill munur á liðunum sem voru að spila um 5. til 12. sæti þannig að ég er mjög ánægður með að hafa náð því sjöunda, sérstaklega vegna þess að við höfum tryggt þátttöku á stórmótum næstu árin.“

Í riðlakeppninni náði Ísland að landa öðru sæti í sínum riðli með sigri á Svíþjóð og komast áfram í erfiðan milliriðil með Króatíu, Þýskalandi og Serbíu.. Þar náði landsliðið ekki sigri og mætti Dönum í leik um 5. sæti. Eftir svekkjandi tap gegn Dönum enduðu strákarnir mótið á hörkusigri gegn Serbum til að tryggja sjöunda sætið.

Nánar er rætt við Kristján í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert