Haukar: Getum orðið með betra lið

Ramune Pekarskyte hefur elngi verið ein allra fremsta handknattleikskona landsins. …
Ramune Pekarskyte hefur elngi verið ein allra fremsta handknattleikskona landsins. Hér er hún í stórsókn með Haukum gegn Gróttu á síðasta keppnistímabili. mbl.is/Styrmir Kári

Haukar urðu deildarmeistarar í handknattleik kvenna á síðasta keppnistímabili en máttu síðan bíta í það súra epli að tapa fyrir Stjörnunni í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn eftir æsilega leiki. Haukar gera aðra atlögu að titlinum á keppnistímabilinu sem hefst á morgun. Þá sækja Haukar liðsmenn Stjörnunnar heim.

Haukar verða m.a. án sinnar helstu skyttu Ramune Pekarskyte sem hefur alls ekki jafnað sig eftir að hafa fengið þungt högg á kjálkann í einum að undanúrslitaleikjunum við Stjörnuna í vor. „Ef ég verið með þá höfum við á að skipa betra liði en á síðasta keppnistímabili,“ sagði Ramune í samtali við mbl.is í vikunni. Hún verður frá æfingum að minnsta kosti fram í október.  

Ramune segir Hauka-liðið geta orðið sterkara en það var í fyrra þótt það hafi m.a. misst Karen Helgu Díönudóttur, sem verið hefur einn besti leikmaður liðsins síðustu ár. „ Við fengum þrjá leikmenn til okkar í sumar sem styrkja liðið. Ef ég verð ekki með þá verður leikur okkar öðru vísi en á síðasta keppnistímabili  þar sem ekki verður eins mikil skotógn,“ sagði Ramune hefur verið frá vinnu og æfingar síðan í byrjun maí að hún meiddist í fyrrgreindum leik við Stjörnuna. „Ég reyni allt til þess að koma til baka en verð að vera skynsöm.“

Ramune segir Stjörnuliðið vera svipað og á síðasta keppnistímabili. Það hafi tekið mjög litlum breytingum. „Valsliðið hefur einnig styrkst og hefur meiri breidd en í fyrra. Fram-liðið er að mestu skipað sömu leikmönnum og í fyrra. Þá var Fram-liðið gott og þar af leiðandi má reikna með þeim sterkum til leiks.  Gróttan er einnig með gott lið en vantar skyttur eins og við í Haukum,“ sagði Ramune.

„Mér líst vel á breytingarnar sem gerðar voru á deildinni. Nú er aðeins átta lið og keppnina verður meiri og leikirnir jafnaði. Einn af óköstunum gæti orðið að vegna þessara jöfnu leikja þá fá kannski færri ungar stelpur tækifæri með liðum sínum. Á hitt ber þó að líta að nú verður leikið í 1.deild einnig og þar geta fleiri fengið tækifæri.

En keppnistímabilið verður skemmtilegt,“ sagði Ramune sem vonast til þess að hafa heilsu til þess að fylgjast með félögum sínum í Haukum leika við Stjörnuna í TM-höllinni í Garðabæ kl. 13.30 á morgun í upphafsumferð Olís-deildar kvenna í handknattleik.

Lið Hauka leiktíðina 2016-2017 í Olís-deild kvenna:

Auður Eva Ívarsdóttir, markvörður
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður
Tinna Húnbjörg, markvörður

Birta Lind Jóhannsdóttir, vinstra horn
Erla Eiríksdóttir, vinstra horn
Jóna Sigríður Halldórsdóttir, vinstra horn

Ramune Pekarskyte, skytta vinstra megin
Sigrún Jóhannsdóttir, skytta vinstra megin, miðjumaður, hornamaður

Elín Anna Baldursdóttir, miðjumaður og skytta
Guðrún Erla Bjarnadóttir, miðjumaður
Maria Pereira, miðjumaður
Vilborg Pétursdóttir, miðjumaður

Berta Harðardóttir, skytta hægra megin
Viktoría Valdimarsdóttir, skytta hægra megin

Natalía María Helen Ægisdóttir, hægra horn
Ragnheiður Ragnarsdóttir, hægra horn

Alexandra Líf Arnarsdóttir, línumaður
María Karlsdóttir, línumaður

Ragnheiður Sveinsdóttir, línumaður

Sigríður Jónsdóttir, línumaður

Þjálfari: Óskar Ármannsson

Komn­ar frá síðasta keppn­is­tíma­bili:

Elín Anna Baldursdóttir frá FH
Guðrún Erla Bjarnadóttir frá Stjörnunni
Sigrún Jóhannsdóttir frá FH

Farn­ar eft­ir síðasta keppn­is­tíma­bil:

Agnes Egilsdóttir er hætt
Anna Lillian Þrastardóttir er hætt
Karen Helga Díönudóttir fór til náms í Danmörku
Karen Ósk Kolbeinsdóttir til ÍR
Sara Lind Óskarsdóttir er hætt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert