Annar sigur hjá Fjölni

Kristján Örn Kristjánsson skoraði 9 mörk fyrir Fjölni.
Kristján Örn Kristjánsson skoraði 9 mörk fyrir Fjölni. mbl.is/Golli

Fjölnir er á toppi 1. deildar karla í handknattleik eftir sigur á b-liði Akureyringa í Grafarvogi í kvöld, 33:25.

Fjölnir hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu. Kristján Örn Kristjánsson skoraði 9 mörk fyrir Fjölni í kvöld og Sveinn Jóhannsson 6 en Brynjar Hólm Grétarsson skoraði 11 mörk fyrir Akureyringa.

Mílan er með þrjú stig eftir sigur á Hömrunum 30:27, á Akureyri. Atli Kristinsson skoraði 11 mörk fyrir Míluna en Bjarni Jónasson 7 fyrir Hamrana.

HK og b-lið ÍBV gerðu jafntefli, 25:25, í Digranesi. Elías Björgvin Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir HK en Darri Viktor Gylfason 6 fyrir Eyjamenn.

B-lið Stjörnunnar og Vals skildu jöfn, 30:30. Hörður Kristinn Örvarsson og Dagur Snær Stefánsson gerðu 6 mörk hvor fyrir Stjörnuna en Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Markús Björnsson 6 hvor fyrir Val.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert