Haukar unnu nauman sigur gegn Val

Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, var markahæsti leikmaður vallarins í tapi …
Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, var markahæsti leikmaður vallarins í tapi liðsins gegn Haukum með níu mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haukur fóru með sigur af hólmi, 23:22, þegar liðið mætti Val í fimmtu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Schenker-höllinni í dag.

Haukur komust í annað sæti deildarinnar með þessum sigri, en liðið er með átta stig og er einu stigi á eftir Fram sem trónir á toppi deildarinnar. Valur er hins vegar með sex stig í fjórða sæti deildarinnar.

Maria Ines Da Silva Pereira var markahæst í liði Hauka með sex mörk, en Kristín Guðmundsdóttir var atkvæðamest í liði Vals með níu mörk.

Mörk Hauka: Maria Ines Da Silva Pereira 6, Guðrún Erla Bjarnadóttir 5, Elín Anna Baldursdóttir 5, Erla Eiríksdóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir, Ragnheiður Sveinsdóttir 1. 

Mörk Vals: Kristín Guðmundsdóttir 9, Diana Satkauskaite 5, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Íris Pétursdóttir Viborg 2, Eva Björk Hlöðversdóttir 1, Kristine Haheim Vike 1, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert