Hótar framkvæmdastjóra HSÍ

Karl Erlingsson.
Karl Erlingsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl Erlingsson, sem látinn var fara sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu í handknattleik eftir að hafa farið mikinn í skrifum og meðal annars kallað dómara vangefna, hefur nú í hótunum við Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóra HSÍ.

Sjá frétt mbl.is: „Óþarfi að setja hálf vangefið lið í búning“

Tilefnið er eins leiks bann sem Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk eftir ummæli sín í fjölmiðlum þar sem hann krafðist meðal annars afsökunarbeiðni frá dómurum eftir tap fyrir Aftureldingu.

Sjá frétt mbl.is: Einar aftur í bann – ummælin ollu skaða

Mbl. hefur undir höndum skilaboð sem Karl skrifaði Einari Þorvarðarsyni, framkvæmdastjóra HSÍ, opinberlega á Facebook. Þar lætur hann skoðun sína í ljós og er mjög ósáttur.

„Hvaða djók er þetta? Er einhver mælikvarði í lögum HSÍ hvað óviðeigandi ummæli þýða? Einar Þorvarðarson til hamingju með þetta. [...] Þessi eins leiks dómur er algjör helvítis brandari! Þetta toppar alla hneisu sem HSÍ hefur afrekað til þessa og er þó af nógu að taka,“ skrifar Karl til Einars og hefur svo í hótunum.

„Eruð þið ekki í lagi? Gef mér frest til að skoða með mínum lögmönnum, fyrir hvaða dómstól þú verður dreginn sem forsvarsmaður þessa samtaka,“ skrifar Karl Erlingsson.

Eftir ummæli sín um vanhæfni dómara var Karl úrskurðaður í þriggja mánaða bann frá afskiptum af leikjum á vegum Handknattleikssambands Íslands og jafnframt gert að greiða 50 þúsund krónur í sekt.

Sjá fréttir mbl.is:

Harma ummæli um fábjána og vangefna dómara

Skrifað í „bræði og fljótfærni

Karli gert að taka pokann sinn

Karl fékk bann og sekt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert