Grótta vann gömlu kempurnar

Logi Geirsson skoraði 6 mörk fyrir Þrótt Vogum í kvöld.
Logi Geirsson skoraði 6 mörk fyrir Þrótt Vogum í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Grótta tryggði sér í kvöld sæti í 16 liða úrslitum í Coca-Cola bikarkeppni karla í handknattleik þegar liðið lagði Þrótt Vogum, 33:23.

Finnur Ingi Stefánsson skoraði 11 mörk fyrir Gróttu og Júlíus Þórir Stefánsson skoraði 7. Gamla kempan Logi Geirsson skoraði 6 mörk fyrir Þrótt og það gerði líka Stefán Baldvin Stefánsson.

Fleiri gamlar kempur léku með Þrótti Vogum og þar má nefna Guðlaug Arnarsson, markvörðinn Birki Ívar Guðmundsson, Sigðurð Eggertsson, Einar Örn Jónsson, Heimi Örn Árnason og Sigurgeir Árna Ægisson.

Víkingur hafði betur gegn KR, 25:18. Víglundur Jarl Þórsson skoraði 5 mörk fyrir Víking og þeir Ægir Hrafn Jónsson, Logi Ágústsson og Birgir Már Birgisson voru með 4 mörk hver. Arnar Jón Agnarsson skoraði 5 mörk fyrir KR og Viktor Orri Þorsteinsson skoraði 4 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka