Fimmti sigur Stjörnunnar í röð

Helena Rut Örvarsdóttir og stöllur í Stjörnunni eru að berjast …
Helena Rut Örvarsdóttir og stöllur í Stjörnunni eru að berjast á toppnum. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan vann öruggan sigur á Fylki, í 7. umferð Olís-deildar kvenna, í TM-höllinni í dag. Þetta var fimmti sigur liðsins í röð í deildinni.

tjörnustúlkur tóku strax yfirhöndina í leiknum og létu hana aldrei af hendi. Staðan í hálfleik var 13:7, Garðbæingum í vil og þrátt fyrir ágætis áhlaup gestanna í síðari hálfleik, þá var það ekki nóg. Stjarnan innbyrti að lokum fimm marka sigur, 25:20.

Markahæstar hjá Stjörnunni voru Helena Rut Örvarsdóttir sem skoraði átta mörk og Sólveig Lára Kjærnested með fjögur mörk. Þá varði Heiða Ingólfsdóttir vel í markinu og gerði það að verkum að gestirnir áttu mjög erfitt með að skora, sérstaklega í fyrri hálfleik.

Hjá Fylki var Thea Imani Sturludóttir markahæst með átta mörk og á eftir henni komu Christine Rishaug og Þuríður Guðjónsdóttir, en þær skoruðu báðar fjögur mörk.

Stjarnan er þá komið með 9 stig og er áfram í toppbaráttu deildarinnar. Fylkir er sem fyrr á botni deildarinnar, með 2 stig.

Stjarnan 25:20 Fylkir opna loka
60. mín. Hafdís Renötudóttir (Stjarnan) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert