Sigvaldi með sjö í sigurleik

Sigvaldi Björn Guðjónsson, leikmaður Århus.
Sigvaldi Björn Guðjónsson, leikmaður Århus. Ljósmynd/aarhushaandbold.dk

Hornamaðurinn ungi Sigvaldi Björn Guðjónsson var í stóru hlutverki hjá Århus í kvöld þegar liðið lagði Mors-Thy að velli, 29:27, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Sigvaldi var næstmarkahæstur hjá Árósaliðinu með 7 mörk og Íslendingarnir létu allir að sér kveða en Ómar Ingi Magnússon gerði 4 mörk fyrir Århus og Róbert Gunnarsson 2.

Lið þeirra lyfti sér með sigrinum upp í áttunda sæti deildarinnar með 11 stig að 12 leikjum loknum. Átta efstu liðin af fjórtán munu komast í úrslitakeppnina í vor.

Tvis Holstebro lagði Skjern, 32:31, í spennuleik þar sem Vignir Svavarsson skoraði 4 mörk fyrir Holstebro. Tandri Konráðsson náði ekki að skora fyrir Skjern. Holstebro er þá með 14 stig í 5. sætinu en Skjern er með 16 stig í 3. sætinu. Aalborg og Bjerringbro/Silkeborg eru með 18 stig hvort í tveimur efstu sætunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert