Hörkuriðill hjá Erlingi og Bjarka

Erlingur Richardsson, þjálfari Füchse Berlin.
Erlingur Richardsson, þjálfari Füchse Berlin. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Þýska handknattleiksliðið Füchse Berlin, sem Erlingur Richardsson þjálfar og Bjarki Már Elísson leikur með, dróst í A-riðil í 16-liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik karla þegar dregið var í morgun. 

Andstæðingar Berlínarliðsins verða Saint Raphaël frá Frakklandi, danska liðið GOG og Rico Ribnica frá Slóveníu. 

Füchse Berlin var eina liðið í 16-liða úrslitum EHF-keppninnar sem hefur tengingu við íslenska handknattleiksmenn. 

A-riðill:  Saint Raphaël, GOG, Riko Ribnica, Füchse Berlin. 

B-riðill: Göppingen, Midtjylland, Granollers, Porto

C-riðill: KIF Kolding, Tatabanya, Magdeburg, Maccabi Tel Aviv

D-riðill: Melsungen, Helvetia Anaitasuna, Benfica, Cocks.

Riðlakeppnin hefst aðra helgina í febrúar. Síðasta umferðin fer fram 1. og 2. apríl. 

Göppingen er ríkjandi EHF-bikarmeistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert