Sigldum fram úr eftir smá ströggl í byrjun

Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Vals, var ánægður með sína menn í …
Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Vals, var ánægður með sína menn í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Vals, var brosmildur eftir öruggan sigur Hlíðarendapilta gegn Gróttu í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Valur vann 31:21 og er liðið í þriðja sæti deildarinnar.

„Eftir smá ströggl sóknarlega fyrstu tíu mínúturnar spiluðum við virkilega vel. Vörnin var góð frá fyrstu mínútu og um leið og við fórum að setja dauðafærin okkar rétta leið þá sigldum við fram úr,“ sagði Guðlaugur við mbl.is eftir leikinn í kvöld.

„Þeir reyndu að halda hraðanum niðri og við vorum ekki nógu einbeittir í byrjun,“ sagði Guðlaugur en staðan var 3:1 fyrir Gróttu eftir 12 mínútna leik.

Guðlaugur var gríðarlega ánægður með leik hans manna eftir Evrópuleikinn gegn Haslum í Noregi síðasta laugardag, þar sem Valsmenn komust áfram í 16-liða úrslit Áskorendakeppninnar:

„Við töluðum um það sérstaklega að það væri mikilvægt að koma gíraðir inn í leikinn og við erum mjög ánægðir með strákana.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert