FH áfram eftir dramatískar lokamínútur

Kristján Orri Jóhannsson, leikmaður Akureyrar, kominn í marktækifæri í leiknum …
Kristján Orri Jóhannsson, leikmaður Akureyrar, kominn í marktækifæri í leiknum í kvöld eftir að hafa snúið FH-inginn Jóhann Birgi Ingvarsson af sér. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Akureyri og FH mættust í Coca-Cola bikarnum í kvöld. Leikurinn var í 16 liða úrslitum keppninnar og jafnframt fyrsti leikur beggja liða í keppninni. Eftir enn einn spennuleikinn hjá þessum liðum þá voru það FH-ingar sem fögnuðu eins marks sigri, 27:26, eftir æsilegar lokamínútur þar sem heimamenn fengu tækifæri á að jafna leikinn.

Eftir jafnar upphafsmínútur náðu FH-ingar örlitlu forskoti sem þeir héldu fram að hálfleik. Óðinn Þór Ríkharðsson og Einar Rafn Eiðsson fóru fyrir Hafnfirðingum og skoruðu þeir nánast að vild. Patrekur Stefánsson og Róbert Sigurðsson drógu vagninn fyrir heimaliðið á meðan. Akureyringurinn Daði Jónsson kom full ákafur til leiks og var kominn með tvær brottvísanir eftir rúmar tíu mínútur. Staðan í hálfleik var 14:17.

FH byrjaði seinni hálfleikinn betur og jók forskot sitt upp í fimm mörk. Virtist fátt geta komið í veg fyrir sigur FH en heimamenn gáfusr aldrei upp og smám saman minnkuðu þeir muninn. Þeim tókst í tvígang að minnka muninn í eitt mark og fengu svo lokasóknina til að jafna leikinn. FH-ingar vörðu lokaskotið frá Patreki Stefánssyni og fögnuðu sætum sigri.

FH fer í átta liða úrslit en bæði lið Akureyringa eru úr leik.

Akureyri 26:27 FH opna loka
60. mín. Akureyri tekur leikhlé Það eru 48 sekúndur eftir af leiknum. Hvort lið fær sjálfsagt eina sókn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert