ÍBV vann á Selfossi

Karólína Bæhrenz skoraði níu mörk í dag.
Karólína Bæhrenz skoraði níu mörk í dag. Ófeigur Lýðsson

Eyjakonur höfðu betur gegn Selfyssingum í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag, 28:24.

Sigurinn var mjög mikilvægur þar sem ÍBV sleit sig frá neðstu liðunum en Selfoss hefði dregið Eyjakonur í alvöru fallbaráttu með sigri. Þess í stað munar sex stigum þeirra á milli og er ÍBV aðeins tveimur stigum frá Valskonum sem eru í 4. sæti á meðan Selfoss er enn í næstneðsta sæti. 

Staðan í hálfleik var 14:12 Eyjakonum í vil og unnu þær því báða hálfleika með tveggja marka mun. Landsliðskonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með ellefu mörk en Karólína Bæhrenz var atkvæðamest Eyjakvenna með níu mörk. 

Markaskorarar Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 11, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Dijana Radojevic 3, Adina Ghidoarca 3, Carmen Palamariu 2, Margrét Katrín Jónsdóttir 1.

Markaskorarar ÍBV: Karólína Bæhrenz 9, Sandra Erlingsdóttir 6, Greta Kavaliauskaité 5, Telma Amando 4, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 2, Sandra Dís Sigurðardóttir 1, Ester Óskarsdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert