Patrekur stýrði Austurríki til sigurs

Patrekur Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Austurríska karlalandsliðið í handknattleik hafði betur gegn Sviss í vináttuleik í dag en lokatölur voru 31:29. 

Á meðan flest bestu lið Evrópu og heims spila á HM í Frakklandi eru Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans hjá austurríska landsliðinu á þriggja liða æfingamóti ásamt Sviss og Tékkum. 

Austurríki þurfti að sætta sig við tap gegn Tékkum í fyrsta leik en þeim tókst betur til í dag og varð naumur sigur staðreynd. 

„Það gekk allt betur í dag og þá sérstaklega 6-0 vörnin okkar sem var mjög góð. Við spiluðum mjög vel,“ sagði Patrekur í leikslok. 

Janko Bozovic var bestur í liði Austurríkis og skoraði hann sjö mörk á meðan Ante Esegovic og Nikola Bilyk skoruðu fimm mörk hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert