Enn vinnur Fram

Sigurbjörg Jóhannsdóttir í baráttu við Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttir í dag.
Sigurbjörg Jóhannsdóttir í baráttu við Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttir í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Framkonur halda áfram að vera óstöðvandi í Olís-deildinni í handbolta en þær unnu 19:24 sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi í dag og halda þær þar með fjögurra stiga forskoti sínu á toppi deildarinnar. 

Grótta byrjaði þó mun betur og komust Gróttukonur í 6:2 snemma leiks. Framliðið er hins vegar ógnarsterkt og hægt og rólega komst það meira inn í leikinn. Þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik komust þær í 10:9, sem var í fyrsta skipti síðan í stöðunni 1:0 sem þær höfðu forystu. Staðan í hálfleik var svo 15:13, Fram í vil.

Gróttukonur reyndu allt hvað þær gátu til að koma til baka í síðari hálfleik en munurinn varð aldrei minni en tvö mörk. Framarar litu aldrei út fyrir að ætla að glata forskotinu og tóku þær enn eitt gott skref í áttina að deildameistaratitlinum.

Fram vann síðasta korterið, 7:2 og þar með leikinn nokkuð þægilega. 

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skoraði mest fyrir Gróttu, sjö mörk, eins og Ragnheiður Júlíusdóttir fyrir Fram. 

Grótta 19:24 Fram opna loka
60. mín. Lovísa Thompson (Grótta) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert