Guðmundur sæmdur riddarakrossi

Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að ólympíumeisturum.
Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að ólympíumeisturum. AFP
Guðmundur Guðmundsson, fráfarandi landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, hefur verið sæmdur riddarakrossi dönsku Dannebrogsorðunnar en Rúv greinir frá þessu í dag. 
Líkja má krossinum við hina íslensku fálkaorðu og er þetta því mjög mikill heiður fyrir Guðmund. Guðmundur fær krossinn fyrir að gera Dani að ólympíumeisturum í fyrra. 

„Ég fékk þetta afhent núna fyrir tæpri viku síðan. Auðvitað er þetta mikill heiður og ég er þakklátur fyrir þetta,“ sagði Guðmundur í samtali við Rúv. 

Guðmundur er vel kunnugur því að fá verðlaun sem þessi. Er Ísland hafnaði í 2. sæti á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 fékk hann stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert