Annað tap Mosfellinga í röð heima

Valsmaðurinn Anton Rúnarsson sækir að Gunnari Malmquist, Mosfellingi, í leiknum …
Valsmaðurinn Anton Rúnarsson sækir að Gunnari Malmquist, Mosfellingi, í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valur lagði Aftureldingu, 29:25, að Varmá í kvöld í Olís-deild karla í handknattleik. Þetta var annað tap Mosfellinga í röð á heimavelli í deildinni. Valsmenn voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og voru m.a. þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12.

Varnarleikur Vals olli Mosfellingum erfiðleikum frá upphafi til enda. Þar að leiðandi átti þeir undir högg að sækja á heimavelli frá upphafi leiksins. Valur náði mest sex marka forskot snemma í síðari hálfleik, 19:13, og voru með fimm marka forskot, 25:20, þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Allt stefndi í öruggan sigur þegar leikmenn Aftureldingar skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 25:24, þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Nær komust heimamenn ekki. Þeir misstu mann að leikvelli og um leið þeim tökum sem þeir virtust vera að ná á leiknum. Valsmenn keyrðu upp hraðann á ný og unnu sanngjarnan sigur, 29:25.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is. Tölfræði leiksins er hér að neðan.

Afturelding 25:29 Valur opna loka
60. mín. Davíð Hlíðdal Svansson (Afturelding) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert