Íslendingar áberandi í Þýskalandi

Sigtryggur Rúnarsson átti fínan leik fyrir Aue
Sigtryggur Rúnarsson átti fínan leik fyrir Aue Ljósmynd/Aue

Heil umferð var spiluð í þýsku 2. deildinni í handknattleik í kvöld og voru íslenskir leikmenn nokkuð áberandi. 

Sigtryggur Rúnarsson skoraði þrjú mörk og Árni Þór Sigtryggsson var með tvö er Aue hafði betur gegn Leutershausen, 27:23. Bjarki Már Gunnarsson komst ekki á blað en bæði lið eru um miðja deild. 

Landsliðsmarkmaðurinn Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan leik fyrir Bietigheim sem vann Ferndorf, 23:28. Aron varði 12 skot og þar af tvö víti en Bietigheim er í 3. sæti og í mikilli baráttu um að fara upp um deild. 

Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði eitt mark fyrir Eisenach sem hafði 30:25 sigur gegn Hordhorn og Fannar Friðgeirsson gerði þrjú mörk fyrir Hamm í 23:21 tapi gegn Wilhelmshavener. Eisenach er um miðja deild en Hamm er í baráttu við botninn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert